
Jólin voru næs í alla staði... ég fékk mikið af yndislega frábærum gjöfum (eins og vanalega reyndar) t.d. nýja digital myndavél frá foreldrunum, bók um fullnægingar og strippara átfitt frá Önnu Rakel, 1.seríu Desperate Housewifes, 2 baby phat töskur og slattan allan af kremum....
Auðvitað má ekki gleyma því að rómantík og kúr svifu yfir vötnum og voru haldin litlu jól á Suðurgötunni...mjög kósí það....
Afmælispartíið á annan í jólum heppnaðist vel, mikið trúnó hjá okkur MH stelpunum sem flestar eru farnar í frekar ólíkar áttir en ótrúlega gaman að hittast og kjafta og kjafta.... við kíktum rétt aðeins í bæinn, allt lokaði svo rosalega snemma að ég efa að ég hafi náð að dilla mér við hálft lag...
Anna Rakel bjargaði deginum og hélt þetta líka svaðalega eftirpartí þar sem ég í fanginu hennar söng Aint no mountain high af öllum lífs og sálarkröftum, hossaði mér svona svakalega í fanginu hennar að ég braut hælana á nýju fínu skónum hennar og vakti fólkið á efri hæðinni... ahhh.. gúd tæms....
Til að toppa ofboðslega fínan annan í jólum bauð Hr.Dani mér í morgunmat á Borgina áður en haldið var af stað á garðana.... Það rifjuðust upp margar gamlar minningar við að sjá gömlu kaffisilfurkönnurnar og sitja á #304 við gluggann...ahhhh.....
Ég meira að segja átti 3. í jólum......gaman að því :)
Ég er algerlega dottin í bók sem heitir The Wind up bird chronicles eftir japanann Haruki Murakami...elsan mín gaf mér hana í afmælisgjöf...hún er svo ótrúlega sérstök og súrrealísk að ég get ekki gert annað en að lesa hana og reynt að komast að því hvað kemur næst og fatta plottið... Þannig að undanfarnir dagar hafa farið í bókakúr.... og aukin áhuga á Japan og plönum að ferðalagi þangað.
Ég og Anna Rakel fórum svo á Tarantino fest þann 30.des og I must say....SNILLD!
Ég hef aldrei skemmt mér svona vel yfir kung-fu myndum eða bara í bíó almennt en ótrúlega var þetta sérstakt og skemmtilegt!! Svoldið spes svona gamlar kung-fu myndir.... alltaf sama uppbygging og beisikallí sami söguþráður sem leiddi að ótrúlega rosalegum bardagaatriðum.. uppbyggingin minnti mig óneitanlega á klámmynd.... aðalmálið voru bardagaatriðin og allt hitt var frekar mikið auka..kannski bara til að dýpka skilninginn á ástæðunum fyrir bardaganum sem minnti svoldið á magnaða dans sem gæjarnir stigu hvern við annan.... Gott ef ég hafi ekki bara beðið hr.dana að skella sér í kínabúninginn og koma með nokkur vel valin múv frá karate dögunum.... eða ekki..hmm....
Þrátt fyrir mikla skemmtun og eðalsæti þá verð ég að játa að eg var farin að dotta yfir myndin hans Jackie Chan.....
en mikið mikið gaman sem ég er mjög þakklát yfir að hafa fengið miða á (takk takk Guðrún Lilja mín).
Elsan mín og Helgi skírðu prinsessuna Ólavíu Kristín Helgadóttir, eftir mömmu hennar Elsu og föðursystur hennar.... mjög krúttlegt og fallegt allt saman.... mikið gaman og mikil gleði :)

Svo er bara komin Janúar og það er kalt úti ogleiðinlegt veður, Hr.Dani er farinn heim og skólinn fer að byrja...hvað er þá til ráða?
PLANA....
ég er farin á flug í að gera fjárhagsáætlanir, ferðaplön, fitness plön...jú neim it and æ have planned it!
Best að fara sinna litla brósi, ég á víst að vera að passa hann en ekki blogga....
lifið heil á nýju ári og ég vil nota tækifærið og taka ofan fyrir Baltasari og Litlu ferðinni til himna sem og Mugison fyrir gott OST... klapp klapp!
siggadögg
-sem ætlar að eiga frábært ár...-
6 ummæli:
gleðilegt ár! Gott að heyra að það er búið að vera gott og gaman yfir jólin...og eins gott að dk sé í ferðaplönunum;) see you soon hon...
sigga min
eg sendi flugmidan tin til auntie svolu a morgunn kemur til tin a fostudaginn
love auntie
hahaha, ég las óvats Hr. Dani sem dr. Hani... ash
bíddu bíddu - flugmiða hvert sem kemur í pósti til þín???? hmmm...ég vil svör! er það kannski bara L.A. eða eitthvað sjóleiðis eða?? hmmm
hahahaha....minns er að fara til Boston baby yeah í 10 daga til frænku :)
en vala mín ég er að plana köben ferð í febrúar ef allt gegnur vel og svona :) so baby I pormise to visit u too...
en það er ekki svo gott að ég komist alla leið til LA...kannski seinna
ok ok, þetta er gilt svar! líst bara vel á þetta...verður samt að láta mig vita þegar þú bókar far hingað út hvenær það yrði svo ég komi ekki heim ákkúrat á sama tíma takk!
Skrifa ummæli